Þá er komið að myndasýningu í félagsheimilinu okkar.
Miðvikudaginn 11. október verður opið hús hjá okkur í Ögurhvarfi og þá mund formaður okkar Rúnar Sigurjónsson sýna okkur myndir frá ferðum sem farnar hafa verið til Þýskalands og Bandaríkjanna til að skoða gamla bíla. Myndirnar eru meðal annars frá Essen í Þýskalandi og Hershey í Bandaríkjunum, en nýjustu myndirnar eru teknar s.l. vor í Þýskalandi þar sem sýningin Techno Classica var heimsótt ásamt merkilegum fornvörubílasöfnurum í Oberhausen og Selten. Mjög áhugaverð myndasýning þar sem margt forvitnilegt má sjá.
Húsið opnar kl. 20:00 og það verða kaffiveitingar í boði.
Endilega mætum og tökum góða skapið með og missum ekki af þessum skemmtilegu myndum.
Stjórnin.