Kæru félagar.

Um liðna helgi var lokið við að tæma húnæði okkar að Ögurhvarfi 2 og okkur afhent það.  Stjórn mun nú láta mála nokkra veggi og breyta salerni, setja upp ýmsan búnað okkar osfrv sem þarf fyrir okkar starfssemi.  Ljóst er að þetta eru nokkur handtök sem þarf til og ef einhverjir félagar vilja leggja hönd á plóginn þá er slíkt vel þegið.  Er hér sérstaklega leitað til þeirra sem hafa smíðakunnáttu, rafvirkjar, píparar osfrv sem gætu aðstoðað við fjölgun salerna, útbúa kaffiaðstöðu, frágang bókasafns osfrv.  Framkvæmdir munu taka einhvern tíma og vonast stjórn til þess að hefja megi einhverja starfssemi í húsnæðinu fyrir lok mars.

Stjórn óskar félögum innilega til hamingju með þennan áfanga !

Hafi félagar tök á að leggja stjórn lið í þessu verkefni þá vinsamlega hafið samband í síma 895-8195.