Samgöngustofa hefur birt nýjar reglur um skoðun ökutækja og eiga breytingarnar einnig við um fornbíla. Í stuttu máli er nú miðað við fyrsta skoðunarár og skal skoða á 2 ára fresti eins og áður en nú skal skoða fornbíla í maí og ekki seinna en lok júlímánaðar.
Nýtt skoðunartímabil fornökutækja
Fornökutæki skal færa til skoðunar eins og þær hefðu 5 í endastaf skráningarmerkis. Það þýðir að skoðunarmánuður er maí og skal færa ökutækið til skoðunar fyrir lok júlímánaðar.
Samanber 6. grein – f-liður 1. málsgrein
Fornökutæki skal skoðað á 24 mánaða fresti og miðast nú skoðunarár við árið sem ökutækið var fyrst skráð (miðaðist áður við nýskráningarár).
Fornökutæki sem eru í umferðinni í dag og þar sem fyrsta skráningarár og nýskráningarár eru ekki bæði annað hvort á oddatöluári eða slétttöluári fá aukaár þar til þau þurfa að mæta næst í skoðun til að þau falli inn í tímabil miðað við fyrstu skráningu þeirra.
Sértu í vafa um hvenær skal skoða ökutæki þitt þá má fletta upp bílnúmerinu á eftirfarandi slóð og þar kemur fram hvenær næst skal skoða ökutækið.
https://www.samgongustofa.is/umferd/okutaeki/okutaekjaskra/uppfletting/
Á vef Samgöngustofu má sjá nánari útskýringar á þessari reglugerðarbreytingu.
https://www.samgongustofa.is/umferd/fraedsla/ny-reglugerd-um-skodun-okutaekja