Ný heimasíða hefur loks litið dagsins ljós.  

Gamla heimasíðan var orðin öldruð og erfitt var að koma efni á hana. Í haust samdi stjórnin við Björgvin Rúnar Valentínusson vefhönnuð og er stjórnin mjög ánægð með samstarfið.

Reynt var að hafa síðuna sem allra einfaldasta í uppsetningu og þannig að þægilegt væri að nota hana á heimatölvu, spjaldtölvu og á öllum snjallsímum. Var reynt eftir fremsta megni að láta gullkornið „less is more“ eða „minna er meira“ ráða för.

Síðan er í vinnslu þannig að á næstu vikum munu bætast við ýmsir möguleikar og nýtt heimasvæði félaga þar sem hver og einn getur stjórnað upplysingum um td bílaeign osfrv.  Var ákveðið að setja síðuna í umferð ókláraða til þess að getað miðlað fréttum til félaga en slíkt var ekki lengur hægt með góðu á gömlu síðunni.

Vonum við að þessi nýja síða muni reynast öllum félögum vel.

Finni menn villur eða hafi ábendingar um það sem betur má fara þá gjarnan hafði samband á formadur@fornbill.is