Fornbílaklúbbur Íslands hefur ákveðið að bjóða þeim félögum sem vilja að fara á skyndihjálparnámskeið laugardaginn 25. apríl. Mun námskeiðið hefjast stundvíslega kl 10:00 og tekur það um 4 klukkustundir. Verður léttur hádegisverður í boði.
Þetta námskeið er EINGÖNGU í boði fyrir meðlimi Fornbílaklúbbs Íslands sem hafa greitt árgjald sitt fyrir árið 2020, og er þetta þeim að kostnaðarlausu.
Skráning er hjá formanni í síma 895-8195 og í tölvupósti formadur@fornbill.is
45 sæti eru í boði, fyrstir koma fyrstir fá.
*********************************************************************************************************************************
ATHUGASEMD VEGNA VEIRUFARALDURS:
Verði ekki búið að ná tökum á Covid19 þegar námskeiðsdagur nálgast verður þessu námskeiði að sjálfsögðu aflýst. Við erum í sambandi við Landlæknisembættið um dagskrá okkar og við munum fylgja í einu og öllu ráðleggingum yfirvalda varðandi fundi og hittinga ásamt því að Rauði Kross Íslands heldur ekki svona námskeið nema örugg séu. Við munum skrá þá sem hafa áhuga á að nýta sér þetta frábæra tækifæri og þeir sem skrá sig munu halda sæti sínu þótt þetta námskeið verði haldi seinna en áætlað er.
**********************************************************************************************************************************
Hér má finna upplýsingar um það sem farið verður yfir á námskeiðinu sem haldið er af Rauða Krossi Íslands.
Fjögur skref skyndihjálpar
- Tryggja öryggi á vettvangi
- Meta ástand slasaðra eða sjúkra
- Sækja hjálp
- Veita skyndihjálp
Grunnendurlífgun og sjálfvirkt hjartastuð
- Að athuga viðbrögð, opna öndunarveg og athuga öndun
- Hjartahnoð og blástursaðferð(endurlífgun)
- Sjálfvirkt hjartastuð (notkun AED tækja)
- Aðskotahlutur í öndunarvegi
Skyndihjálp og áverkar
- Innvortis- og útvortis blæðingar
- Bruni og brunasár,
- Áverkar á höfði, hálsi eða baki
Skyndihjálp og bráð veikindi
- Brjóstverkur
- Bráðaofnæmi
- Heilablóðfall
- Flog
- Sykursýki
- Öndunarerfiðleikar
Sálrænn stuðningur
- Streita í neyðartilfellum
- Tilfinningaleg viðbrögð eftir að hafa veitt skyndihjálp
- Sálrænn stuðningur