Þeir sem ekki eiga N1 kort eða N1 lykil og vilja betri kjör á eldsneyti og öðrum vörum sækja um á N1.is og
hópnúmer félaga í Fornbílaklúbb Íslands er sett í viðeigandi reit í umsóknarferlinu. Númerið okkar er 774 og þarf nafn umsækjanda að stemma við félagaskrá okkar.
N1 býður félögum eftirfarandi kjör:
12 kr.- afsláttur af dæluverði á hvern lítra
+ 4 N1 punktar á hvern lítra
15 kr afsláttur + 2 N1 punktar í 10. hvert skipti.
16 kr afsláttur á afmælisdegi + 2 N1 punktar.
Einnig býðst félögum afsláttur af bíla og rekstrarvörum ásamt dekkja og smurþjónustu að ógleymdum afslætti af veitingum.
Þeir sem fyrir eru í hópnum, eru nú þegar uppfærðir en til þess að aðrir N1 korthafar
njóti kjaranna þurfa þeir að senda tölvupóst á n1@n1.is eða hringja í 440-1000 og gefa upp
kennitölu sína ásamt hópnúmerinu 774.