Nú er komið að opnu húsi og myndbandasýningu. Húsið opnar klukka 20:00.

Félagi okkar Ingimundur Einarsson hefur lánað okkur ákaflega athygglisverð myndbönd úr eigin safni sem tekin voru á bílsýningunni Auto 78 frá árinu 1978, sem og sýningu Kvartmíluklúbbsins og sýningu Fornbílaklúbbs-Íslands sem báðar voru haldnar árið 1979. Einnig er þarna svolítið af aukaefni sem er yngra sem við kanski sýnum ef tími gefst til. 

Missum ekki af þessu einstaka tækifæri til að sjá þessi myndbönd, Þau eru stórskemmtileg. 

Að sjálfsögðu verður kaffi og kaffiveitingar á boðstólnum. 

Allt bílaáhugafólk velkomið. 

Stjórnin.