Í gærkvöldi fengum við að fara í ferðalag með félaga okkar Guðmundi Bjarnasyni en hann fór í hringferð um jörðina á mótorhjóli sínu.  Lá leiðin í austurátt í gærkvöldi og sýndi hann okkur magnaðar myndir úr heimsreisunni en hann fór á ólíklegustu staði og tók mikið af góðum myndum.

Seinni hluti ferðarinnar verður svo sýndur miðvikudagskvöldið 29. janúar.