Það er alltaf gaman að horfa á gömul myndbönd frá liðinni tíð.  Hér er eitt sem sýnir ólíkindatólið Mercedes-Benz Unimog sem var eins og risavaxin Leatherman töng sem hefur allt mögulegt pakkað í eitt verkfæri.  Þessi U406 útgáfa var uppfærð með 6 strokka vél og allan drifbúnað til þess að fylgja kröfum kaupenda um öflugri tæki td fyrir bændur sem vildu meira afl og einnig meiri hraða.  Flestir hefðbundnir bílar eru með 5+1 gír, og jafnvel hátt og lágt drif en ef maður ætlaði að lista upp gírafjöldan í Unimog þá líkist það frekar algebrudæmi en einhverju bílatengdu.  

Þetta myndband sýnir vel að hugmyndaflugi hönnuðanna voru engin takmörk sett.  Neðra myndbandið sýnir svo á nokkrum mínútum uppgerð á Unimog.

 

Hér má lesa um þessa bíla á Wikipediu.