Við ætlum að hitta félaga í Mercedes-Benz klúbbnum sem verða með hitting um kvöldið.

Mæting við Digraneskirkju kl 19.30, farið af stað frá Digranesi kl 20.00.

Ekið í átt að Hamraborg og þaðan niður á Kringlumýrarbraut, ekið að Laugavegi, beygt til vinstri niður Laugaveg áfram að Lækjartorgi, þaðan til vinstri fram hjá Tjörninni og sem leið liggur að Háskólanum í Reykjavík við Öskjuhlíð en þar verður Benz klúbburinn með hitting.

Félagi okkar Karl Hákon Karlsson leiðir rúntinn.  Allar gerðir bíla velkomnar.