Nú er komið að rabbkvöldi og myndasýningu.

Miðvikudaginn 1. nóvember verður opið í félagsheimilinu okkar í Ögurhvarfi. Þá ætlar hann Jóhann Birgir Þorsteinsson að sýna okkur innrammaðar myndir úr safni sínu. Sýningin er sölusýning, en allar myndir á sýningunni eru til sölu. 

Það verður heitt á könnunni og kaffiveitingar í boði. 

Endilega fjölmennum og eigum gott spjall með félögunum og njótum myndanna sem hægt er að kaupa. 

Stjórnin