Félagi okkar Sigurður Ásgeirsson lést föstudaginn 9. júlí.  Sigurður var mjög virkur félagi og var duglegur að mæta í ferðir með okkur á Mercury bíl sínum.  

Útför Sigurðar verður haldin miðvikudaginn 14. júlí kl 15:00 frá Fossvogskirkju. 

Stjórn Fornbílaklúbbs Íslands vottar ættingjum og vinum samúð og þakkar Sigurði fyrir samfylgdina.