Bifreiðaklúbbur Suðurlands hefur tekið þá ákvörðun að fresta fyrirhuguðu landsmóti.
Landsmót fornbílamanna átti að fara fram á Selfossi dagana 23-25 júní, en hefur verið slegið af.
Ástæða ákvörðunarinnar er slæmt veðurútlit með þrálátri rigningarspá á svæðinu þessa helgi.
Samkvæmt upplýsingum frá landsmótsnefnd er mögulegt að það verði boðað til mótsins síðar í sumar og þá með stuttum fyrirvara.
Stjórn klúbbsins harmar þær afleiddu raskanir sem af þessu kunna að hljótast.