Landsmót verður haldið á Hvolsvelli næstu helgi, helgina 25-27. júní á tjaldstæðinu Hvolsvelli. Tjaldsvæðið er gríðarstórt og stór flöt fyrir bíla, jeppa, vörubíla og hvað sem er við hliðina á því. (við hlið bensínstöðvar N1)
Til þess að einfalda hlutina fyrir alla og tryggja sóttvarnir eftir bestu getu þá mun veitingastaðurinn Miðgarður sjá um kvöldmatinn fyrir þá sem vilja og verður gríðarlega vel útbúinn hamborgari með öllu á sérverði til félaga á laugardagskvöld. Létt tónlist verður í tjaldinu á laugardagskvöldið og við vonum að þetta verði góð prufukeyrsla á þessu svæði með framtíðarlandsmót í huga. N1 verður með sérverð til félaga á eldsneyti alla helgina og dagana fyrir. Fjöldi góðra veitingastaða er á Hvolsvelli, hægt er að fara í allskonar skipulagðar ferðir á svæðinu, góð sundlaug og allt til alls.
Félagar eru velkomnir með ökutæki sín, tjaldbúnað og annað frá fimmtudeginum 24. júní.
Nú er bara að vona að veðurguðirnir gefi gott veður 🙂