Kæru félagar.
Hér eru nokkur atriði varðandi landsmótshelgina á Hvolsvelli.
Við verðum á tjaldstæðinu og flötunum við hlið N1 bensínstöðvarinnar.
Fornbílum verður stillt upp á flötinni næst þjóðveginum en hún er um 3000 fermetrar, þannig að pláss á að vera nægt fyrir alla og hægt að hafa rúmt um bíla. Þessi flöt er merkt grænum lit á meðfylgjandi mynd.
Vörubílum, jeppum og traktorum verður stillt upp á flötinni sem er merkt með ljósbláum lit.
Tjaldsvæðið er mjög stórt, gott pláss fyrir alla og erum við með aðgang að öllu tjaldstæðinu sem er merkt með rauðu.
Á laugardagskvöld verður Miðgarður með glæsilega hamborgaraveislu fyrir félaga í tjaldinu okkar á miðju svæðinu. Verða miðar í matinn seldir á laugardeginum. Veglegur hamborgari með öllu á 1.000.- krónur til félaga. Matur verður í boði frá kl 17-20. Lifandi tónlist verður á svæðinu á laugardag og fram eftir kvöldi.
Vilji félagar koma með ökutæki og gistibúnað fyrir helgina þá má það frá kl 18 í dag fimmtudag. Svæðið er svo allt frátekið fyrir okkur frá föstudagsmorgni til sunnudagskvölds.
Veðurspá fyrir laugardag er stórkostleg ! Lítill vindur, um 16°c hiti og heiðskýrt !
Kæru félagar nú sameinumst við í góðra vina hóp um helgina. Hvolsvöllur býður okkur öll velkomin og nú veltur á félögum að mæta með bíla sína og hafa gaman.
ALLIR VELKOMNIR !