Miðvikudaginn 15. nóvember verður opið hús og mikið að gerast í félagsheimilinu í Ögurhvarfi. Húsið opnar klukkan 20:00.

Þá munu félagar frá Íslandrover koma í heimsókn til okkar og fara í máli og myndum yfir 75 ára sögu Land Rover, en fyrsti slíki bílinn var framleiddur árið 1948 og áttu þessi stórmerkilegu ökutæki því þetta stórafmæli á árinu. Bílar þessir eiga stórskemmtilega sögu, ekki síður hérlendis sem erlendis. Hér er því á ferðinni stórskemmtileg saga sem engin má láta framhjá sér fara hvort sem menn eru áhugamenn um Land Rover eða ekki. 

Kaffiveitingar og nýbakaðar vöfflur verða í boði klúbbsins, en við höfum samið við sama vöfflumeistara og síðast, en þá þóttu vöfflurnar nú heldur betur meistaragóðar og ekki von á öðru en svo verði líka núna. 

Jafnframt er búið að skipta um bíla í félagsheimilinu og þangað komnir kostagripir sem vert er að skoða. Um er að ræða Studebaker Hawk árgerð 1962 og Volkswagen Bjöllu árgerð 1964.

Látum okkur því ekki vanta á þetta stórskemmtilega opna hús í Ögurhvarfi. 

Stjórnin.