Já það verður kvöldrúntur miðvikudaginn 20. september sem hefst við Hafnarfjarðarkirkju.
Það er ennþá smá gluggi fyrir rúnt þetta haustið. Þar sem byrjað er að rökkva á kvöldin ætlum við að hittast örlítið fyrr en vanalega eða klukkan 19:00 á palninu fyrir framan Hafnarfjarðarkirkju.
Þar sem verðurspá boðar ákaflega falleg haustveður að þá ætlum við að stoppa örlítið lengur þar en vanalega, en svo verður farið þaðan í bíltúr sem endar í kaffi og gómsætum nýbökuðum vöfflum í félagsheimilinu okkar í Ögurhvarfi.
Ef bílar eru margir eru félagar okkar hvattir til að leggja bílum sínum bak við félagsheimilið okkar við komuna þangað af tillitssemi við nágranna okkar í Skalla.
Opið verður í Ögurhvarfi frá um klukkan 20:15 til 20:30.
Endilega fjölmennum og tökum góða skapið með. Þetta gæti orðið síðasti rúnturinn okkar á þessu ári.
Stjórnin