Já þá er komið að kvöldrúnti, miðvikudaginn 29. maí, sem hefst við Hafnarfjarðarkirkju. 

Við ætlum að hittast klukkan 19:30 á palninu fyrir framan kirkjuna.

Farið verður þaðan skömmu síðar í bíltúr sem enda mun uppi í félagsheimilinu okkar í Ögurhvarfi.

Á staðinn verður vonandi kominn einn glæsilegur fornbíll í salinn sem ekki hefur verið sýndur formlega áður hér á landi og gaman er fyrir okkur öll að skoða. 

Ef bílar eru margir eru félagar okkar hvattir til að leggja bílum sínum bak við félagsheimilið okkar við komuna þangað af tillitssemi við nágranna okkar í Skalla. 

Opið verður í félagsheimilinu eftir bíltúrinn sem endar þar um kl 20:30 -20:45 sirka. 

Endilega fjölmennum og tökum góða skapið með til að gera þetta skemmtilega bíltúr.  

Stjórnin