Kvöldrúntur frá Hafanrfirði í Ögurhvarf miðvikudaginn 14. júní.
Það stefnir í fallegt veður og því efnum við til ökuferðar.
Mæting er á bílaplani norðanmegin við Kirkjugarð Hafnarfjarðar klukkan 19:30 og lagt af stað þaðan skömmu síðar.
Leiðarlýsing umsjónamanna: Ekið frá nyrsta bílaplani Kirkjugarðs Hafnafjarðar hringur/lykkja kringum Ásland, Skarðshlíð og Velli. Flóttamannaleiðin (framhjá Heiðmörk) tekin heim að félagsheimili Fornbílakúbbsins við Ögurhvarf.
Kanski bjóðum við upp á ís.
Umsjónarmenn kvöldsins eru: Stefán Örn Stefánsson og Rúnar Sigurjónsson.
Mætum í góða skapinu því veðrið virðist vera á réttri leið.
Stjórnin