Kvennarúntur miðvikudaginn 6. september hefst við Hús verslunarinnar. 

Þá er komið að kvennarúnti þar sem að við hvetjum allar konur til að koma og keyra. 

Við ætlum að hittast klukkan 19:30 á palninu við Hús verslunarinnar í Kringlunni 7. Farið verður þaðan skömmu síðar í bíltúr sem endar á mjög óvæntri uppákomu í boði klúbbsins, viðburð sem væri eftirsjá að missa af. 

ATHUGIÐ að þeir bílar sem hafa kvenbílstjóra keyra fyrstir af stað og farþegar þeirra eiga því möguleika á bestu sætunum á viðburði kvöldsins, en aðrið bílar koma svo á eftir. 

Lokað verður í Ögurhvarfi þetta kvöld. 

Endilega fjölmennum og tökum góða skapið með í þennan skemmtilega og hámenningarlega viðburð.  

Stjórnin