Kjörnefnd óskar eftir framboðum til stjórnar og minnir einnig á að hafi félagar tillögur um lagabreytingar þá þarf að skila slíku inn skriflega til kjörnefndar mánuði fyrir aðalfund sem haldinn verður miðvikudagskvöldið 21. október.
Kosið verður um 3 sæti stjórnarmanna til tveggja ára og 2 varamenn til eins árs.
Frestur til framboðs rennur út 20. september 2020.
Tilkynningum um framboð eða tillögum um lagabreytingar skal skila skriflega til formanns kjörnefndar á tölvupóstfangið gunnarthora@simnet.is
Athugið að mynd sem fylgir frétt þarf ekki endilega að sýna raunverulegar aðstæður stjórnar.