Þá er komið að síðusta opna húsi í Ögurhvarfi á þessu ári. Húsið opnar klukkan 20:00. 

Við verðum í jólaskapi á þessu síðasta opnunarkvöldi á þessu ári. Við ætlum að bjóða upp á heitt súkkulaði, piparkökur, eitthvað meira jóla jóla og hafa hjá okkur fína stemningu í aðdraganda jólanna. Við ætlum að vera með jólahappdrætti þar sem nokkrir gestir munu eiga möguleika á að vinna jólaglaðning í boði klúbbsins.  

Víð ætlum líka að sýna þetta kvöld hina óborganlegu grínmynd ,,Trading places“ með þeim Eddie Murphy og Dan Aykroyd í aðalhlutverkum. Myndin er frá árinu 1983. Hún gerist um jól og segir frá því hvernig tveir gamlir bræður og verðbréfasalar fara að því að skipta vel efnuðum og menntuðum samstarfsfélaga sínum út fyrir blankan braskara og hálfgerðan göturóna í einskonar vistaskiptum í lífsins vellistingum.

Sýning myndarinnar hefst um klukkan 20:15 og er sýningartími hennar um 116 mínútur. Gert verður hlé á myndinni þegar boðið verður upp á heitt súkkulaði og veitingar og dregið í jólahappdrættinu. 

Endilega fjölmennum í Ögurhvarfi og missum ekki af stemningunni í Fornbílaklúbbnum þetta kvöld. Öll velkomin. 

Stikla myndarinnar: https://www.youtube.com/watch?v=Fupg2r1EJ9w

Við lokum síðan félagsheimilinu að þessu kvöldi loknu til 17. janúar n.k., en þá munum við vera með fyrsta opna hús á nýju ári. 

Stjórnin