Félagi okkar Jóhann Emil Björnsson lést miðvikudaginn 28. júlí.
Jóhann Emil var einn af stofnfélögum Fornbílaklúbbsins 1977 og var formaður klúbbsins árin 1977-1985. Hann var mikill áhugamaður um gamla bíla og einn af þeim fyrstu sem skildu mikilvægi þess að halda við gömlum bílum og gera þá upp ásamt því að halda til haga sögu íslenskra samgangna. Jóhann var lengi vel mjög virkur félagi og átti tvo einkar merkilega fornbíla, þ.e. Ford 1934 og V8 Ford 1937 með hægri handar stýri.
Útför Jóhanns hefur farið fram.
Stjórn Fornbílaklúbbs Íslands vottar ættingjum og vinum samúð og þakkar Jóhanni fyrir samfylgdina.