Kæru félagar

Nú blásum við til jeppaferðar í samstarfi við félaga okkar Heiðar Stanley Smárason.
Planið er að leggja af stað frá Orkunni (Shell) við Vesturlandsveg kl.08.00 laugardaginn 29.ágúst.
Þaðan er ekið á Selfoss, stutt stopp þar, síðan er haldið áfram að tjaldsvæðinu í Þjórsárdal, þar snæðum við hádegismat.
Síðan er haldið áfram að Hrauneyjum, Veiðivötn, Landmannalaugar.
Lambalæri og meðlæti í Landmannalaugum.
Hádegismatur og kvöldverður í boði FBÍ.
Hægt er að fá gistingu í Landmannahelli, en það kostar 5.900kr á haus.  Við viljum biðja þá sem vilja gistingu að setja sig í samband við Heiðar sem mun sjá um að taka frá pláss.
Vissulega er hægt að gista í bílum eða tjalda kjósi menn það.
Heimferð er fyrirhuguð á sunnudegi, tímasetning ræðst af veðri.
En á planinu er að koma við hjá Jóhanni á Sólheimum í Hrunamannahreppi á heimleið.

Við viljum biðja þá sem vilja koma með okkur í þessa ferð að láta okkur vita með því að merkja „MÆTI“ í viðburð á Facebook og senda okkur línu um fjölda svo við höfum nú nóg að snæða fyrir alla.
Best fyrir okkur væri að vita um þátttöku fyrir 5.júlí.

Hlökkum til að sjá ykkur öll !

Frekari upplýsingar hjá Heiðari í s. 849-7941.