Fyrirhugað er að halda fornbílasýningu á Hvanneyrarhátíðinni 12. ágúst n.k.

Öllum áhugamönnum um gömul tæki og bíla er bent á þessa skemmtilegu og fjölbreyttu hátíð sem haldin verður á hinum dásamlega safnastað að Hvanneyri í Borgarfirði laugardaginn 12. ágúst n.k. Hátíðin stendur frá kl. 13:00 og lýkur um kl 17:00.

Fornbílaklúbbur íslands hvetur alla sem eiga fornbíla til að fjölmenna á hátíðina og mæta á fornbílum sínum þangað til að taka þátt í sýningu og öðrum viðburðum á staðnum.

Það er spáð sólríkum og fallegum degi og því gæti þessi dagur orðið mjög eftirminnilegur og skemmtilegur. 

Tökum með okkur góða skapið og sjáumst í Borgarfirðinum á Hvanneyrarhátíðinn.