Nú munu þeir sem eiga leið um Esjumelin taka eftir því að húsin okkar þar eru að taka miklum breytingum á ytra byrði. Félagi okkar Garðar málari er þessa dagana að mála húsin að utan sem var ekki vanþörf á og þá sérstaklega framhliðar húsa 1 og 2 sem voru fægðar eftir Aspir sem stóðu eitt sinn framan við húsin. Mun ásýnd húsana okkar gjörbreytast við þetta og verða okkur til mikils sóma.
Það er mikið búið að vinna í elsta húsinu húsi 1 í þessu Covid ástandi en stjórn ásamt mörgum óþreytandi sjálfboðaliðum hafa unnið þrekvirki síðastliðna mánuði og má fullyrða að húsið er orðið óþekkjanlegt eftir þær framkvæmdir. Sem dæmi má nefna að nú nýtist allt gólfplássið fyrir bíla sem mun örugglega gleðja nokkra félaga sem hafa beðið lengi eftir stæðum og verður haft samband við á næstu vikum. Búið er að skipa um alla lýsingu í húsinu en það var upplýst með amk 60 ára gömlum ljósastaurakúplum sem voru gríðarlega orkufrekir og lengi að kveikja ljósin. Lýsing nú tekur minna en 10% orkunnar sem áður þurfti þökk sé LED ljósum sem voru sett upp.
Öllum útiljósum hefur einnig verið skipt út fyrir LED lýsingu sem gjörbylti aðkomu að húsunum í myrkri ásamt miklum orkusparnaði. Nú er einnig komið lagnakerfi í öll húsin með þrýstilofti svo hægt er að pumpa í dekk hvar sem er. Einnig hefur verið skipt um allar öryggismyndavélar utan dyra.
Við munum sýna ykkur myndir innan úr húsinu eftir helgina, en hér eru myndir sem voru teknar í dag þar sem meistari Garðar mundaði dæluna og lét verkin tala í góða veðrinu.