Næstkomandi miðvikudagskvöld 15. janúar og 29. janúar kl 20.00 mun heimshornaflakkarinn og félagi okkar í klúbbnum, Guðmundur Bjarnason sýna okkur myndir og segja okkur sögur úr stórferð sinni um heiminn. Hann ferðaðist frá Íslandi alla leið austur til Japan og þaðan yfir til Ameríku. Ferðin tók rúmlega ár, er vel skrásett og þetta er einstakt tækifæri fyrir félaga að sjá og heyra frá ferðalagi sem þessu.
Húsið opnar kl.19.30.
Kaffi og nýjar kleinur.