Kæru félagar.
Nú nálgast helgin og enn sem komið er þá er veðurspá þannig að við drífum okkur norður að skoða bílasafnið að Stóragerði. Spá gerir ráð fyrir hægum vind og þurru.
Það er rétt að taka fram að það er engin skylda að fara á fornbíl, menn velja sér þann fararskjóta sem hentar til ferðalagsins óháð aldri. Þetta er fyrst og fremst gert til að gera eitthvað eftirminnilegt saman eftir langt hlé áður en vetur mætir til leiks og við hvetjum félaga til að koma með til að skoða þetta glæsilega safn.
Við byrjum daginn snemma og hittumst í bílageymslunum að Esjumel. Þar verður létt morgunhressing í boði fyrir félaga frá kl 8:00. Þetta er kjörið tækifæri til að skoða hús númer 1 á Esjumel en búið er að taka gríðalega til hendinni í því húsi undanfarið.
Við höfum ákveðið að flýta brottför til kl 9:00 og reyna að vera komin í Stóragerði um 12:30 en þar mun bíða okkar hádegismatur í boði vina okkar í Stóragerði.
Með hádegismatnum ætlum við að vera með létt happdrætti þar sem dregið verður úr vinningum til þeirra er hafa gilt félagsskírteini meðferðis. Munið því að taka félagsskírteinið með því vinningar eru veglegir !
Frítt verður inn á safnið fyrir félaga.
Við reiknum með heimför ekki seinna 17:00 frá Stóragerði og vera komin í bæinn aftur passlega til að ná bíómynd kvöldsins á Rúv 🙂
Ferðalýsing:
Morgunmatur Esjumel (Silfurslétta 1)
Brottför 09:00: ekið um Hvalfjarðargöng – Borgarnes – Holtavörðuheiði – Þverárfjall – Sauðárkrókur – Stóragerði. Ca 308km.
Heimför áætluð um 17:00 frá Stóragerði.