Þessir bílar voru hér um allar götur í áratugi, en aðeins örfá ökufær eintök eru til hér í dag.
Þetta voru að mörgu leiti hentugir bílar fyrir okkar aðstæður, en þeir voru framleiddir með slæma vegi í huga og voru því sterkbyggðir, amk meðan járnið var ekki ryðgað í burtu en það var klárlega ryð sem grandaði þeim flestum hér.
Voru þessir bílar framleiddir án stórra breytinga frá ca 1970-1985 en þá birtist „nýr“ bíll í gamla boddíinu sem var framleiddur til 1992.
Hér má lesa um þessa bíla á Wikipediu.