Sigurður Harðarson sendi okkur þessar frábæru myndir sem hann tók af bílum fyrir um 50 árum. Þessar myndir eru teknar um land allt og sýna vel liðna tíð í bifreiðaútgerð landans.
A 154 Tekin á götu á Akureyri.
H-7 Tekin á Hvammstanga Eigandi Jón Húnfjörð (Bróðir Guðmundar Jónassonar fjallab ).
L 1 og L 2 Malarbíll við Sigöldu.
L 3 Slökkviliðið í Ölfusi 1970.
L 5 L 6 L 10 Á leið í þórsmörk.
L11 L12 L16 Við Austurbæjarskólann (Sýning 4×4).
L 14 Við Loftleiðahótelið á flugdegi.
Y-169 Eigandi Sigurður Þorkelsson Pípulagningameistari.
R-1061 Eigandi Hermann Kjartansson gjarnan kenndur við Axminster teppaverksmiðjuna.
Við hvetjum félaga til að senda okkur gamlar myndir sem þeir kunna að eiga. Við þökkum Sigurði kærlega fyrir þessar myndir.