Það er engin spurning að margir af þessum pikköppum Bandaríkjamanna eru með mestu karakterum sem hægt er að búa til með því að gera gamla bíla upp. Það er eins og þeir hafi sögu að segja, þeir hafi komið nærri mörgum verkefnum og séu hoknir af reynslu um horfna tíma. Óuppgerðir vitna þeir um þrældóminn sem margir þeirra lentu í, uppgerðir virka þeir eins og tímavél fyrir ímyndunaraflið.
Chevrolet / GMC framleiddu þessa seríu í massavís frá 1947 til 1955 og voru þetta mest seldu trukkar vestanhafs öll árin.
Hér má lesa um þessa bíla á Wikipedia