Fyrsta ferð Fornbílaklúbbs Íslands í sumar verður miðvikudagskvöldið 27.maí kl.19.00. Þá munum við hittast við Skútuvog 2, en þar er verið að innrétta gríðarlega mentaðarfullan stað, með veitingasölu, inni mínígolf braut og fleiru, við fáum þarna það einstaka tækifæri að skoða þetta áður en það opnar. Fyrir utan verður vagn frá Hlöllabátum þar sem félagsmönnum verður boðið upp á bát og gos. Eftir þessa heimsókn munum við fara rúnt niður í bæ og enda með að fá okkur ís í eftirrétt.  Munið eftir félagsskírteininu 🙂