Þá er komið að fyrstu opnun í félagsheimilinu okkar á nýju ári. 

Gleðilegt nýtt ár kæru félagar og annað fornbílaáhugafólk.

Miðvikudaginn 17. janúar verður opið hús hjá okkur í Ögurhvarfi og þá mun varastjórnarmaður okkar Stefán Örn Stefánsson rifja upp fyrirlestur sem hann setti saman í meistaranámi sínu fyrir nokkrum árum. Fyrirlesturinn er um merkan mann í bílasögunni, John Zachary DeLorean, sem setti mikinn svip á bílasöguna og var þekktastur fyrir störf sín hjá General Motors og fyrir stofnun sína á DeLorean Motor Company. Þetta er merkilegur sögupistill sem enginn bílaáhugamaður má missa af. 

Húsið opnar kl. 20:00 og það verða að sjálfsögðu kaffiveitingar í boði.

Endilega mætum og tökum góða skapið með og missum ekki af þessum skemmtilega fyrirlestri. 

Stjórnin.