Á miðvikudagskvöld verður félagi okkar Snorri Zóphoníasson með mjög athyglisverðan fyrirlestur.

Í stuttu máli má segja að kvöldið muni snúast um jökulár, vegleysur og vegi, brýr, flóð, flóðvarnargarða, hamfarir og eldgos um allt suðurland frá Kömbum og austurúr. 

Snorri hefur starfað í áratugi sem vatnamælingamaður og sérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, en hann hefur mikla þekkingu á því hvernig ár og árfarvegir sunnan jökla hafa breytt landinu okkar í aldanna rás.  Ætlar Snorri að sýna okkur fjölda ljósmynda sem sýna td þær aðfarir sem voru viðhafðar þegar mörg stórfljót voru brúuð og er þetta eitthvað sem enginn áhugamaður um landið okkar, samgöngur og ökutæki má láta framhjá sér fara.

Svarthvíta myndin hér að neðan er úr safni Snorra, en litmyndin var tekin í sumar þegar við heimsóttum Bjarna á Þursstöðum en þá hitti Snorri gamlan vin sinn sem fór margar ferðir með honum í vatnamælingar.

 

Miðvikudagskvöld, húsið opnar kl 19 og fyrirlesturinn hefst kl 20.

Kaffi og kökur með. 🙂