Kæru félagar.

 
Eftir samtal við fulltrúa Landlæknis í dag mánudaginn 9. mars þá höfum við í stjórn klúbbsins ákveðið að stöðva allar samkomur okkar þar til að slíkt er talið óhætt. 
 
Nú er kjörið tækifæri til að eyða miðvikudagskvöldinu í bílskúrnum og sjá hvort ekki megi finna sér verkefni þar.

Við munum svo taka upp þráðinn um leið og mælt er með því.