Eins og allir vita hefur Covid-19 faraldurinn sett allt þjóðfélagið á hliðina og þar með talið starf okkar.  

Bílamessu sem halda átti á morgun er því miður frestað þar sem augljóst er að við myndum ekki getað takmarkað mætingu við viðmið yfirvalda sem miðast við aðeins 20 manns inni í kirkjunni .  Þrátt fyrir mikin vilja séra Gunnars þá er þetta einfaldlega ekki hægt. 

Næstkomandi mánudag 25. maí verður núverandi fjöldatakmörkun hækkuð í 200 manns og þá getum við loksins farið að hittast aftur. 

Miðvikudagskvöldið 27. maí munum við fara í okkar fyrsta rúnt ársins um Reykjavík og ætlum við að bjóða uppá veitingar á upphafsstað og ljúka kvöldinu með ísáti á endastöð.  Nánari ferðalýsing kemur í næstu viku.