Ágæti félagsmaður.
 
ATHUGIÐ AÐ FUNDI SEM ÁTTI AÐ HALDA MIÐVIKUDAGSKVÖLDIÐ 21. OKTÓBER ER FRESTAÐ !
 
Fyrirhugað er að halda aðalfund 2020 á áður auglýstum fundartíma miðvikudagskvöldið 21. Október 2020, klukkan 20:00.  
 
Staðsetning fundar verður auglýst síðar en verið er að leita að hentugum fundarstað sem uppfyllir sóttvarnarkröfur.
 
Á fundi sínum fór kjörnefnd yfir lista frambjóðenda þar sem framboð til stjórnar var lagt fram. Framboð sem bárust eru öll gild.
 
Til kjörs á aðalfundi eru þrjú embætti til stjórnar til tæpra tveggja ára og tveir varamenn til tæplega eins árs.  Tímalengd setu í stjórn hefur raskast vegna Covid19 faraldursins sem nemur þeim tíma sem er liðinn frá maí síðastliðnum.
 
Björn Gíslason og Guðný Sigurðardóttir voru kjörin á aðalfundi 2018 og gefa ekki kost á sér til endurkjörs.
Sigurður Gunnar Andrésson var kjörinn á sama fundi og gefur kost á sér til endurkjörs.
 
Fyrir í stjórn eru:
Bjarni Þorgilsson, formaður
Gunnar Örn Hjartarson, ritari og varaformaður
Ómar Kristjánsson, gjaldkeri
Stefán Halldórsson, stjórnarmaður
 
Frambjóðendur á aðalfundi eru:
 
Hafþór Rúnar Sigurðsson – Aðalmaður / Varamaður
Jón Hermann Sigurjónsson – Aðalmaður / Varamaður
Kristín Sunna Sigurðardóttir – Aðalmaður / Varamaður
Rúnar Sigurjónsson – Aðalmaður / Varamaður
Sigurður Gunnar Andrésson  – Aðalmaður
 
 
Virðingarfyllst, Gunnar Sigurjónsson, formaður kjörnefndar.