Miðvikudaginn 8. nóvember ætlum við í fræðsluferð í ESSO safnið
Safnið er að Smiðjuvegi 28 (gegnt Landvélum) og hefur að geyma mikið af merkum gripum frá starfsemi Olíufélagsins (ESSO) og síðar N1 á Íslandi.
Mæting er beint á Smiðjuveginn og því verður félagsheimili okkar í Ögurhvarfi lokað þetta miðvikudagskvöldið.
Endilega fjölmennum til að skoða þetta stórskemmtilega safn sem þeir félagar okkar Jóhann Örn og Jón Þorbergur stjórna.
Stjórnin