Fornbílasýning verður haldin í Hveragerðisbæ í tengslum við hátíðina Blómstrandi daga þar í bæ laugardaginn 19. ágúst.
ATHUGIÐ. Breytt staðsetning.
Mæting er beint á staðinn í Hveragerði, en sýningin verður á við Heilsugæsluna Breiðumörk 25 og hefst hún kl: 13:00 og stendur til kl 17:00. Betra er að mæta svolítið tímanlega því það tekur nokkra stund að stilla upp bílunum á staðnum.
Á hátíð þessari er margt skemmtilegra viðburða og því fátt annað meira gaman en að taka smá fornbílarúnt í Blómabæinn og sýna sig og sjá aðra.
Nánar um hátíðina má fræðast á https://www.facebook.com/blomstrandidagar
Stjórnin