Við fornbílamenn ætlum að skunda til Grindavíkur á sjómannadaginn sunnudaginn 4. júní.

Mæting er um kl. 11:30 á planinu gengt stoðtækjafyrirtækinu Össuri á Grjóthálsi (sjá mynd) og lagt verður af stað þaðan skömmu síðar.

Ætlunin er að stilla bílunum upp til sýnis á planinu við Stakkavík (við Bakkalág 15b), en þaðan er spölkorn á fornbílasafnið sem að er í eigu Hermanns í Stakkavík, en þangað ætlum við að skunda fótgangandi og skoða safnið.

Einnig getum við eftir því sem við viljum tekið þátt í þeim hátíðarhöldum sem boðið verður upp á í bænum. 

Mætum með glaða skapið og gerum úr þessu góðan dag til heiðurs sjómönnunum okkar.

Stjórnin