Málþing og bílasýning í Snorrastofu í Reykholti þann 4. júní 2022 milli 13 og 17.
 
Fjallað verður um gamlar bifreiðar, varðveislugildi þeirra og sögulegt samhengi.
Bergur Þorgeirsson, forstöðumaður Snorrastofu, setur málþingið.
Þór Magnússon, fyrrverandi þjóðminjavörður: Bifreiðar í vörslu Þjóðminjasafnsins
Bjarni Þorgilsson og Rúnar Sigurjónsson, Fornbílaklúbbi Íslands: Varðveisla og verkkunnátta
Jóhannes Reykdal: Um sögu bílsins á Íslandi
Andri Guðmundsson: Samgöngusafnið á Skógum
Sólveig Jónasdóttir: Samgöngusafnið í Stóragerði
Kynning á Samgönguminjasafninu Ystafelli
Skúli G. Ingvarsson: Fornbílafjelag Borgarfjarðar
Bjarni Guðmundsson: Landbúnaðarsafnið á Hvanneyri
Klukkutíma hlé verður frá kl. 14 til 15 þar sem gestir geta gengið um og skoðað bíla.
Dagskrárstjóri verður Snorri Jóhannesson
Á bílastæðinu fyrir framan Reykholtskirkju og Snorrastofu er gert ráð fyrir aðstöðu fyrir gamla bíla, sem áhugamenn munu koma með og hafa til sýnis.