Á sunnudag verður farin ferð að Skógum þar sem fagnað verður 70 ára afmæli safnsins sem þar er. Við söfnumst saman við félagsheimilið okkar í Hlíðasmára kl 10:30 og förum þaðan kl 11:00. Tökum kaffistopp hjá vinum okkar í Bifreiðaklúbb Suðurlands á Selfossi við komuna þangað, og höldum þaðan áfram að Hvolsvelli en þar verður einnig stutt stopp. Reiknum með að vera komin að Skógum um 14:00 þar sem við stillum upp bílum framan við safnið. Formleg dagskrá er frá kl 15:00 -18:00. Að sjálfsögðu er okkur boðið að skoða safnið, geymslur þess og allt sem í boði er ásamt því að veitingar verða í boði Skógasafns. Við hvetjum sérstaklega félaga sem eru búsettir á suðurlandi að koma með okkur.