Kæru félagar.
Loks sér fyrir endann á þessu ferðalagi að koma okkur í félagsheimili á jarðhæð. Framkvæmdum er að ljúka og er aðeins eftir að leggja lokahönd á innréttingar og bókasafn ásamt því að merkja húsnæðið að utan en það er allt í vinnslu. Stefnt er að því að hafa formlega opnun á 45 ára afmæli klúbbsins 19. maí næstkomandi. Húsnæðið verður allt hið glæsilegasta og er bjart og hljóðvist mjög góð. Auðvelt verður að koma amk 120 manns í sæti og nokkrum bílum inn til þess að sýna á fundum. Aðalfundur verður svo haldinn í nýju félagsheimili okkar 25. maí, og skoðunardagur verður haldinn hjá Frumherja Hafnarfirði 28. maí. Nánar um þetta allt þegar nær dregur.