Kæru félagar.  Nú í morgun fengum við leyfi til að halda félagsfundinn á miðvikudag með sem næst hefðbundnu sniði.

Fundur hefst klukkan 19:30 í Digraneskirkju.

Við fáum að hafa 100 gesti á fundinum.  Til þess að uppfylla kröfur vegna sóttvarna og einnig til þess að við getum áttað okkur á fjölda þá höfum við forskráningu þar sem félagar fylla inn nafn sitt og upplýsingar.

Vilji félagar ekki sitja fundinn heldur aðeins skila atkvæði sínu þá verður það einnig mögulegt á staðnum milli 19:30 – 21:00.

Þeir sem sitja fundinn þurfa að vera með grímu og sitja kyrru fyrir meðan fundur stendur.  Ekkert hlé né veitingar verður og hópamyndun bönnuð.

 

Smellið hér til að skrá ykkur á fundinn

 

Fari svo að fleiri en 100 skrái sig til sætis þá verður öðrum fundi bætt við seinna um kvöldið.