Kæru félagar.
Félagsfundur verður haldinn mánudaginn 18. október næstkomandi klukkan 20:00 í Digraneskirkju í Kópavogi.
Húsið opnar klukkan 19:00. Veitingar verða í boði fyrir fundinn með sama fyrirkomulagi og fyrir síðasta aðalfund. Tasty Burgers verða á staðnum með góðan hamborgara fyrir félaga gegn framvísun félagsskírteinis og verður opið inn í safnaðarheimilið þar sem félagar geta sest niður fyrir fundinn.
Fundurinn hefst kl 20:00 og er eitt mál á dagskrá: Ákvörðun um kaup á nýju félagsheimili.
- Formaður setur fundinn.
- Kosning fundarstjóra og ritara.
- Formaður kynnir tillögur stjórnar um val á húsnæði.
- Opin mælendaskrá.
- Málið borið undir atkvæði.
- Önnur mál.
- Fundi slitið.
Virkir félagar með atkvæðisrétt á fundinum eru þeir félagar sem greitt höfðu félagsgjald 2021 þrem vikum fyrir félagsfundinn . Nauðsynlegt er að framvísa félagsskírteini við innganginn.
Stjórnin.