Kæru félagar.

Stjórn hefur ákveðið að fresta félagsfund sem átti að vera miðvikudagskvöldið 7. apríl, til miðvikudagskvöldsins 28. apríl 2021.  

Frekara fyrirkomulag fundar verður kynnt þegar nær dregur en eins og margoft hefur sýnt sig undanfarið ár þá virðist ekki vera hægt að skipuleggja nokkurn hlut orðið vegna Covid19. 

Á dagskrá verður eitt mál:  Tilboð hefur borist í eign okkar að Hlíðasmára 9 í Kópavogi og verður kosning um hvort ganga eigi að því tilboði.  Á fundinum verður þetta kynnt ítarlega og næstu skref rædd.

Virkir félagar með atkvæðisrétt á fundinum eru þeir félagar sem greitt hafa félagsgjald 2021 fyrir 30. mars nk. Nýir félagar þurfa að hafa greitt félagsgjald sitt þremur vikum fyrir fund til að teljast virkir félagar með atkvæðisrétt. Nauðsynlegt er að framvísa félagsskírteini við innganginn.

Stjórnin.