Félagi okkar, Sigurður Rúnar Magnússon lést þann 28. ágúst eftir langvinn og erfið veikindi. Sigurður var búinn að vera mjög lengi í klúbbnum og var vel þekktur meðal félaga og mætti hann vel í rúnta og fannst mjög gaman að mæta á Landsmót, þótt veikindi hafi sett sitt strik í þá þátttöku síðustu ár. Sigurður var einn af þeim sem stóð við sínar skoðanir og hafði sinn karakter. Hans verður saknað í starfinu. Útför Sigurðar hefur farið fram í kyrrþey. Stjórn vill senda aðstandendum hans samúðarkveðjur.