Þar sem við verðum nú bara að hittast í netheimum þá er hér til fróðleiks skemmtilegt myndband um ryðhreinsun sem útskýrir mjög vel hvernig hægt er að fjarlægja ryð með einföldum búnaði sem hægt er að smíða sér í bílskúrnum.

 

Það sem þarf:

Plastbox, járnstangir, koparvír, stálvír, spítukubbur, vatn, þvottasódi og lítið hleðslutæki.  Og jú eitthvað ryðgað dót til þess að hreinsa.

Þetta þarf að vera á vel loftræstum stað þar sem gasmyndun verður við efnahvörfin.

Hér í meðfylgjandi myndbandi má sjá hvernig þetta er útbúið.

Gaman væri ef einhver myndi senda okkur mynd af árangrinum 🙂