Við ætlum til Vestmannaeyja í svona ,,Njóta saman ferðalag“. Laugardaginn 29.júlí. 

Í ár eru 50 ár frá eldgosinu í Eyjum. Við ætlum því að fara þangað í skoðunarferð og fá leiðsögn um Heimaey, mögulega skoða safnið Eldheima og fá okkur svo veglegan síðdegissnæðing fyrir heimferðina. 

Einungis 35 bílar komast með í för því að við eigum ekki fleiri bílapláss í ferjunni.

Ferðakostnaður er niðurgreiddur af Fornbílaklúbbnum fyrir þá félgsmenn sem fara með. Klúbburinn greiðir fargjald fyrir allt að 5 metra langan bíl  sem félagsmaður ekur og niðurgreiðir síðdegisverð sem verður í boði úti í Eyjum. 

Áætluð ferðatilhögun:  Lagt af stað tímanlega frá Reykjavík í hópakstri eða mæting í Landeyjahöfn eigi síðar en kl: 10:15. Nákvæm dagskrá í Eyjum er ekki alveg fullmótuð, en við munum halda þar sýningu, fá leiðsögn um eyjuna, borða góðan mat. Heimferð frá Eyjum verður með Herjólfi sem fer klukkan 19:30 (mögulegt er að ferðast einnig með ferðum sem fara 8:15 frá Landeyjahöfn og frá Eyjum kl 22:00 ef það henntar frekar)

Ferðakostnður sem greiðist af þeim sem fara með í ferðina er sem hér segir. 

  1. Fargjald með ferjunni fram og til baka fyrir fullorðinn kostar 4.800,- kr. (50% afsláttur fyrir eldri borgara og öryrkja)
  2. Fargjald fyrir unglinga 12-15 ára fram og til baka kostar 2.400,- kr. Frítt er fyrir börn yngri en 12 ára. 
  3. Kvöldverður fyrir félagsmenn kostar 1.000,- kr.
  4. Kvöldverður fyrir maka, unglinga eða aðra gesti kostar 3.000,- kr. verð fyrir börn félagsmanna yngri en 12 ára er 1.500,-
  5. Skoðunarferð. Verði skoðunarferð farin með rútubíl með leiðsögumanni munum við þurfa að rukka sirka 1.000,- kr. fyrir hvern fullorðinn í skoðunarferðina. Erum að reyna að koma því við að við ökum á okkar bílum, en þetta er ekki ákveðið.
  6. Verði farið á söfn, eins og fyrirhugað er, þarf að greiða aðgangseyrir að safninu, en samið verður þó um hópaverð. 

Skráningu í ferðina skal senda í tölvupósti á formaður@fornbill.is eða í síma 895-8195 og hefur skráningarfrestur verið framlengdur til kl 24:00 þann 24. júlí n.k.

Titill tölvupósts skal vera: Vestmannaeyjar. 

Eftirfarandi þarf að koma fram. 

  1. Bílnúmer og hvernig bíll
  2. Farþegafjöldi í bílnum og upplýsingar um ferðalanga (hversu margir eru fullorðnir, börn, eldri borgarar eða öryrkjar). 
  3. Hversu margir og hverjir verða í matnum. 

Endilega tökum þátt og njótum þess að skoða þessa fallegu eyju sem engan svíkur. 

Stjórnin

 

ATH: Ökumenn stærri bíla en 5 metra á lengd og/eða hærri en 2,1 metra þurfa að greiða aukagjald og ekki er öruggt að þeir komist með ef þáttaka er góð og við nýtum öll fólksbílaplássin. Það gæti þó verið mögulegt að koma slíkum bíl með 8:15 ferð um morguninn til Eyja og svo 19:30 eða 22.00 heim aftur.