Citroën Dyane var svar Citroen manna við samkeppni td frá Renault 4, en gamli bragginn var ekki eins vinsæl söluvara og áður var þegar Renoinn var kynntur árið 1961.  Citroen framleiddi tæp 1,5 milljón eintök af þessum skemmtilega bíl og varði framleiðslan frá 1967-1983.  Þessir bílar eru gott dæmi um bíl sem var algengur, þótti forljótur á tímabili, var fargað í massavís en þykir nú augnayndi þegar búið er að færa til fyrri dýrðar.

 

Hér má lesa á vef Wikipediu um þessa bíla.